news

Dagur leikskólans í dag

06 Feb 2020

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Þetta er í 13. skipti sem deginum er fagnað með formlegum hætti.

Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólans því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín, eða fyrir sléttum 70 árum.

Í tilefni dagsins fórum við í heimsókn í 1. og 2. bekk og sungum fyrir þau, mörg þessara nemanda voru einmitt hjá okkur hér í leikskólanum á sínum tíma. Einnig var boðið upp á safa í síðdegishressingunni.