news

Lestrarátak

26 Sep 2019

Sunnudagurinn 8. september var Dagur læsis, af því tilefni hófst lestrarátak í samvinnu við foreldra hér í Hraunvallaleikskóla. Tilgangurinn var að hvetja foreldra til að lesa fyrir börnin og minna á mikilvægi þess að lesa.

Börnin fengu aðstoð frá foreldrum við að skrá á lubbabein, það sem lesið var heima. Beinin voru svo hengd upp á vegg hjá hverri deild, þannig að það myndaðist fjall. Dag frá degi hefur fjallið stækkað og stækkað.

Við lestur bóka er verið að efla bernskulæsi barna og hefur lesturinn mikil áhrif á orðaforða og hlustunarskilning barna. Með lestri læra börnin um uppbyggingu frásagna. Smám saman fara þau að átta sig á að stafirnir hafi ákveðna merkingu og hvernig lestur virkar. Lestur eykur jafnframt máltilfinningu og byggir upp jákvætt viðhorf gagnvart bókum og lestri og ekki má gleyma að skapa notalega stund milli barna og foreldra.