news

Rýmingaræfing

15 Okt 2019

Í morgun var haldin árleg rýmingaræfing í Hraunvallaskóla. Markmiðið með æfingunni er að æfa börn og kennara í að rýma húsið á skipulagðan hátt og safnast saman með fyrirfram ákveðnum hætti á skólalóð þar sem farið er yfir hvort allir hafi ekki örugglega skilað sér út. Æfingin gekk vel og tók ferlið í leikskólanum um 2 mínútur.