Rýmingaræfing 4. október í Hraunvallaskóla

03 Okt 2017

Á morgun, miðvikudaginn 4. október kl.9 verður rýmingaræfing í Hraunvallaskóla.

Markmið æfingarinnar eru m.a. að:

  • þjálfa nemendur í að rýma húsnæði skólans örugglega á sem skemmstum tíma
  • viðhalda þekkingu nemenda á rýmingarleiðum
  • allir þekki neyðarhringingar
  • allir þekki sitt söfnunarsvæði

Æfingar sem þessar eru framkvæmdar tvisvar sinnum á ári, í skólabyrjun og á vorönn.