news

Sumarhátíð leikskólans

22 Jún 2021

Sumarhátíð leikskólans var haldin 16. júní. Gleðin hófst með andlitsmálun, síðan var haldið í skrúðgöngu þar sem kennarar og börn gengu saman hring í kringum skólann. Eftir skrúðgönguna var boðið upp á leikjastöðvar í garðinum. Þrátt fyrir smá kulda voru allir með sól í hjarta og sinni. Ekki skemmdi fyrir að í hádeginu var boðið uppá grillaðar pylsur og ís í eftirrétt.