Börn læra það sem fyrir þeim er haft

29 Sep 2017

Velferð barna er sameiginlegt verkefni skóla og heimila. Það er mikilvægt að börn fái notið bernsku sinnar og eigi góðar minningar úr skólanum sínum. Leikurinn er kjarninn í starfi okkar í Hraunvallaskóla ásamt velferð og líðan barna. Börn læra í gegnum leikinn þar sem þau virkja reynslu sína og áhuga. Við í Hraunvallaskóla leggjum áherslu á gildin okkar sem eru Vinátta Samvinna Ábyrgð, SMT, hópastarf, Numikon kubba, stærðfræði, læsi og Lubbastundir. Í Lubbastundum er lesin örsaga og hlustað á eða sungin vísa sem tengist hljóðinu sem verið er að vinna með. Unnið með hljóð vikunnar í gegnum leik og verkefni. Börnin læra þannig íslensku málhljóðin gegnum leik og hljóðkerfisvitundin styrkist Nú er vetrarstarfið í fullum gangi hjá okkur í Hraunvallaskóla með áherslu á þá þætti sem nefndir eru hér að framan.