Um leið og við bjóðum barnið og ykkur foreldra velkomin í leikskólann viljum við koma á framfæri hagnýtum upplýsingum um skólann.

Hraunvallaskóli er fjögurra deilda skóli og gert ráð fyrir að 100 börn geti dvalist samtímis í leikskólanum. Aðlögun barns í leikskólann tekur að jafnaði eina viku. Aðlögunin er skipulögð af leikskólakennaranum í samráði við foreldra. Fyrstu dagana dvelur barnið stuttan tíma ásamt foreldri en dvölin er lengd dag frá degi. Á þessum tíma kynnist barnið og foreldrarnir hinum börnunum og starfsfólki deildarinnar. Gerður er dvalarsamningur þar sem fram kemur sá tími sem foreldrar kjósa fyrir barnið í leikskólanum. Leikskólinn er opinn frá klukkan 7.30 til 17.00 á daginn.