Öryggis- og heilbrigðisáætlun Hraunvallaskóla
Tilgangur með gerð öryggis- og heilbrigðisáætlunar er að tryggja öllum þ.e. bæði börnum og starfsfólki Hraunvallaskóla gott og öruggt starfsumhverfi. Áætlunin er einnig stjórntæki fyrir sameiginlegt starf að öryggismálum á vinnustaðnum. Öryggisnefnd skólans hefur yfirumsjón með áætluninni en hún tekur til umfjöllunar mál sem varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað.
Öryggisnefndin sér til þess að allur búnaður sé yfirfarin og öryggi tryggt bæði fyrir börn og starfsfólk í skólahúsnæðinu tvisvar sinnum á ári. Stuðst er við leiðbeiningar frá Vinnueftirlitinu (vinnuumhverfisvísi fyrir skóla). Öryggisnefnd skilar skýrslu til skólastjóra að lokinni yfirferð og vinnur aðgerðaráætlun í samráði við skólastjóra. Öryggisnefnd sér til þess að allar upplýsingar, er varða öryggi barna og starfsfólks, séu aðgengilegar fyrir starfsfólk og foreldra. Öryggisnefnd útbýr öryggismöppu sem er aðgengileg hjá ritara. Í öryggismöppunni er að finna nánari upplýsingar um þá þætti sem kynntir eru í þessari áætlun auk þess sér öryggisnefndin um skráningar í eftirlitsbók.
Öryggis- og heilbrigðisáætlunin er byggð á eftirfarandi áætlunum:
- Viðbrögð við slysum á skólatíma
- Rýmingaráætlun
- Áfallaáætlun
- Aðgerðaáætlun gegn einelti, ofbeldi og áreiti fyrir nemendur og starfsfólk
- Röskun á skólastarfi
- Stórslys/náttúruhamfarir
- Viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs
- Móttaka nýrra starfsmanna
- Ferðir á skólatíma
Hér má nálgast öryggis- og heilbrigðisáætlun hraunvallaskóla 2021-2022.pdf
Í Öryggisnefnd sitja:
Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður og öryggisvörður
Símon Örn Birgisson, öryggistrúnaðarmaður
Gréta Ýr Jóngeirsdóttir, öryggistrúnaðarmaður