Í Hraunvallaskóla leggjum við áherslu á að börnunum líði vel í leikskólanum, þau læri í gegnum leik í samvinnu við önnur börn og umhverfið. Í öllu starfi skólans er lögð áhersla á, vináttu, samvinnu og ábyrgð sem eru leiðarljós skólans.

Leikskólinn horfir til uppeldisstefnu Johns Deweys sem telur að börn læri best í gegnum leik við önnur börn, eigin reynslu og virkni. Umhverfið og efniviðurinn á að vera fjölbreytilegt og starfsfólk meðvitað um hvernig umhverfið stuðli að reynslu sem leiðir til frekari náms.

Leikurinn er mikilvægasta náms- og þroskaleið leikskólabarnsins og í honum felst mikið sjálfsnám. Þegar börn leika sér eru þau að þroska með sér margvíslega hæfileika. Við teljum skipulagið vera leið til að hlúa en frekar að hverju barni.

Leikskólinn er fjögra deilda leikskóli og eru deildarnar aldurshreinar.

Yngstu börnin eru á Haga

Næst yngstu börnin eru á Holti

Næst elstu börnin eru á Hóli

Elstu börnin eru á Höfða

Grunnþættir menntunnar eru rammi um allt starf skólans. Uppeldisleg áhersla er á að SMT skólafærni og að einkunnarorð skólans vinátta, samvinna, ábyrgð endurspegli allt starf skólans. Horft er á leikskólann sem eina heild og að allir upplifi starfsánægju, samvinnu og samheldni í skólanum. Starfshættir og skipulag skólans eiga að veita börnum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni, örva leikgleði og efla frjóa hugsun. Kennarar eiga að vera börnum góðar fyrirmyndir og umgangast þau með virðingu og hlýju. Skipulag tekur mið af aldri, þroska og þörfum barnanna með áherslu á að þau læri við allar daglegar aðstæður. Börn eru ólík og horft er á að hvert og eitt barn fái notið sín á eigin forsendum.

Barnið sjálft

 • Vinna með gildin vinátta – samvinna og ábyrgð
 • Þemað Ég og fjölskyldan mín
 • Þemað Ég og umhverfið
 • Læsi og samskipti
 • Stærðfræði
 • Vináttuverkefnið
 • Sköpun
 • Snemmtæk íhlutun

Læsi í leikskóla felst í hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinnigar og skoðanir á fjölbreyttan hátt. Í gefandi samskiptum og leik eykst félagsfærni og sjálfsmynd barna.

Markmið: Að auka málskilning og máltjáningu barna. Að börnin skilji orð og hugtök, fylgi fyrirmælum, skilji spurningar og margræða merkingu tungumálsins. Að börnin öðlist færni í samskiptum, verði læs á eigin tilfinningar og annarra og umhverfi sitt.

Leiðir:

 • Vinna með Lubba
 • Tengja hljóð og bókstaf, sjón - heyrnrænt minni
 • Vinna með söng, vísur og þulur
 • Efla lesskilning og styrkja hljóðkerfisvitund barnsins
 • Vinna með hugtök og eflingu orðaforða
 • Lesa saman læra að opna bók, að bók hefur kjöl, forsíðu, baksíðu, stóra-litla stafi, fletta og skoða lestrarátt
 • Vinna með orð vikunnar
 • Ríma/ klappa atkvæði
 • Vinna með skriffæri, herma eftir skrift, skrifa form og stafi, nöfn barna, bókstafi, tölustafi og ritað mál
 • Vinna með hlustunar- og athyglisleiki (Bókin Markviss málörvun
 • Vinna með púsl sem eru forstig lestrarhugtaka. Vinna með hvaða bútar passa saman, stór, lítill, beinn, hringur, miðja og grunnhugtök
 • Vettvangsferðir, gönguferðir, útikennsla, veður, árstíðir og fleira
 • Vinna markvisst með hvatningu og hrós
 • Gera umhverfið í leikskólanum læsis hvetjandi

Stærðfræði í leikskóla felst í að skapa fjölbreytt tækifæri til stærðfræðilegra leikja þar sem börnin læra og þekkja hugtök. Til að mynda lögun,tölur og talnagild, form, para og flokka.

Markmið: Að auka þekkingu barna á helstu grunnþáttum stærðfræðinnar í gegnum leikinn.

Leiðir:

 • Skapa fjölbreitt tækifæri og aðstæður til kubbaleikja
 • Vinna með einingakubba
 • Vinna með Numicon stærðfræðikubba
 • Vinna með kubba tengja við tölur og hugtök
 • Vinna með bækur, sögur og þulur sem innihalda takt og tölur
 • Skrifa tölustafi
 • Teikna og lita form
 • Vettvangsferðir
 • Vinna með mynstur og form úr vettvangsferðunum
 • Leika með leir
 • Tölur og hlutir
 • Hafa form og tölur sýnilegt í umhverfinu hafa nöfnin með

Sköpun og menning

Sköpun er mikilvægur þáttur í námi og þroska barna og á fyrst og fremst að beinast að ferlinu sjálfu, gleðinni, tjáningunni og náminu sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndun fá að njóta sín.

Markmið: Að efla frumkvæði, sjálfstæði og skapandi hugsun barna í gegnum fjölbreyttan leik.

Leiðir:

 • Vinna með og kanna fjölbreyttan efnivið
 • Vinna með frjálsa myndsköpun
 • Vinna með sköpun tengda þemavinnu
 • Tengja saman sköpun og stærðfræði
 • Vinna með bækur, þulur, sögur og ævintýri
 • Vinna með myndlist, tónlist, dans og leikræna tjáningu
 • Vinna með fjölbreytta menningu og list
 • Taka þátt í að móta menningu leikskólans með hátíðum og viðburðum
 • Vettvangsferðir
 • Skólastjórnendur og deildastjórar bera ábyrgð á vinnuni. Markmiðin verða metin jafnt og þétt yfir skólaárið með samtölum og skráningum. Áhersla verður á að festa þessa þætti sem eru nefndir hér að framan í sessi í skólanum áður en hugað verður að nýjum verkefnum.

Vináttuverkefnið

Efnið byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu leikskólastarfinu og er órjúfanlegur hluti þess í allri vinnu og starfi leikskóla sem vinnur með Vináttu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þessi grunngildi við vinnu og samskipti í leikskólasamfélaginu. Hugmyndafræðin endurspeglast í gildunum fjórum:

1. Umburðarlyndi

Að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans og að koma fram við alla aðra af virðingu.

2. Virðing
Að viðurkenna og taka tillit til allra barnanna í hópnum, að vera öllum góður félagi og að virða mismunandi hátterni annarra.

3. Umhyggja
Að sýna öllum börnum áhuga, samkennd, samlíðan og hjálpsemi. Að hafa skilning á stöðu annarra.

4. Hugrekki
Að þora að láta til sín heyra og geta sett sér mörk. Að vera hugrakkur og góður félagi sem bregst við óréttlæti.