Foreldraráð
Í lögum nr. 90/2008 skal vera starfrækt foreldraráð í leikskólum og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að stofnun þess og kosningu í ráðið. Foreldraráð er skipað a.m.k. þremur foreldrum og skal kosning fara fram í september ár hvert og kosið til eins árs í senn. Ráðið setur sér starfsreglur sem það vinnur eftir og ber leikskólastjóra að vinna með ráðinu. Hlutverk foreldraráðs leikskóla er eftirfarandi:
- Gefa umsagnir til leikskóla og leikskólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða starfsemi leikskólans
- Fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum
- Hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi
- Foreldrar barna í Hraunvallaleikskóla geta leitað beint til foreldraráðsins um málefni leikskólans
Í foreldraráði skólaárið 2021-2022 eru
Svanhildur Ýr Sigurþórsdóttir, netfang: svansa@gmail.com
Guðrún Helga Sörtveit, netfang: gudrunsortveit@gmail.com
Dagbjört Helga Daníelsdóttir, netfang: d.danielsdottir@gmail.com
Starfsreglur foreldraráðsins
- Helstu verkefni eru að fjalla um skólanámskrá, skóladagatal, starfsáætlun, fjárhagsáætlun og aðrar áætlanir um leikskólastarfið, veitir umsögn sé þess óskað
- Fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á starfsemi leikskólans og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar
- Gefur umsögn um ýmis málefni sé þess óskað
- Fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda
- Tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni leikskólans og tengsl hans við grenndarsamfélagið
- Fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða kennara leikskólans
- Skipar ritara sem sér um að rita fundargerðir á foreldraráðsfundum, leikskólastjóri setur fundargerðir á heimasíðu leikskólans
- Vinnur að auknu samstarfi við foreldraráð annarra leikskóla í Hafnarfirði
- Fulltrúum í foreldraráði er skylt að gæta þagmælsku um þau atriði sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum eða eðli málsins.
- Foreldraráð starfar að jafnaði frá september-maí, heimilt er að kalla það saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til. Skylt er að kalla saman fund ef þrír eða fleiri foreldraráðsmenn óska þess.
- Foreldraráð skal setja sér starfsáætlun til eins skólaárs í senn, m.a. um tíðni funda, boðun þeirra og undirbúning. Leikskólastjóri boðar reglulega til funda.
- Fulltrúi úr foreldraráði skal sitja fundi fræðsluráðs þegar foreldrafulltrúi á að vera frá Hraunvallaleikskóla.
Fundargerðir foreldraráðsins
fundargerð foreldraráðsfundur 07.12.21.docx
fundargerð foreldraráðsfundur 01.06.22.docx