Hraunvallaleikskóli er fjögurra deilda skóli, gert ráð fyrir að 95 börn geti dvalist samtímis í leikskólanum. Hraunvallaskóli er bæði leik- og grunnskóli. Grunnskólinn hóf starfsemi sína haustið 2005 í bráðabirgðahúsnæði skólans að Ásvöllum. Haustið 2006 tók síðan fjögurra deilda leikskóli til starfa með 102 börn. Haustið 2007 flutti skólinn inn í þriðja og síðasta áfanga skólans. Nemendafjöldi í grunnskólanum er orðin fjölmennur í 10 árgöngum. Fljótlega varð leikskólinn sex deilda skóli með 152 börn á sex deildum á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Deildarnar fjórar Hagi, Holt, Hóll og Höfði eru staðsettar í aðalbyggingu hússins en deildarnar Norður- og Suðurhlíð voru staðsettar í fjórum byggingum við hlið skólans og þar dvöldu elstu börn í leikskólans.

Haustið 2016. urðu tímamót í leikskólanum, hann varð aftur fjögurra deilda skóli í stað sex deilda áður. Deildir skólans urðu aldursblandaðar með öllum árgöngum skólans. Í framhaldi af þeirri reynslu og endurmati var ákveðið að fara í frekari skipulagsbreytingar og vera með yngri- og eldribarna deildir.

Þegar grunnskólinn er í leyfi hefur leikskólinn aðgang að íþróttasal skólans, bókasafnið er samnýtt af báðum skólastigum og elstu börnin í leikskólanum borða hádegismat í matsala skólans með grunnskólanemendum.

Elsti árgangur leikskólans fer reglulega í heimsókn í fyrsta bekk grunnskólans. Á vorönn hefst samstarf sjötta bekkjar og elstu leikskólabarnanna þar sem eldri nemendur aðstoða þau yngri við að undirbúa sýningu fyrir útskriftina þeirra.