news

Aðventufréttir

14 Des 2021

Aðventan er tími gleði, friðar og samveru. Við í leikskólanum leggjum áherslu á að hafa aðventuna róleg og huggulega. Við föndrum mikið, skreytum svolítið, njótum samverunnar og syngjum jólalög. Fastar venjur á aðventunni hafa líka átt sinn stað eins og að skreyta jólatréið okkar í Jólaþorpinu á Thorsplani, fara í vettvangsferðir og svo verður jólaball hjá okkur föstudaginn 17. desember og hátíðarmatur.

Venjum samkvæmt skreyttum við líka piparkökur með frjálsri aðferðir og smökkuðum aðeins á þeim. Við höfum alltaf haft foreldrakaffi í desember þar sem bjóðum foreldrum upp á nýskreyttar piparkökur en í ár borðuðum við allar piparkökurnar sjálf. Það þótt víst ekki æskilegt að bjóða foreldrum inn í leikskólann útaf Covid. Við getum þó staðfest að piparkökurnar voru góðar og kakóið rann ljúft niður, sérstaklega með miklum rjóma.