news

Jólaball

21 Des 2021

Á föstudaginn var jólalegur dagur hér í leikskólanum. Um morgunin var jólaball í græna salnum þar sem börn og starfsfólk dönsuðum í kringum jólatréð. Svo var farið inn á deildarnar og þá fengum við óvænta gesti. Tveir vaskir jólasveinar komu við hjá okkur, sprelluðu, sungu jólalög og afhendu öllum börnum smá pakka.

Að því loknum fengum við hátíðarmat í hádeginu.

Dagurinn heppnaðist mjög vel og viljum við þakka foreldrafélaginu fyrir óvænta glaðninginn :)