news

Útskrift elstu barna leikskólans

28 Maí 2021

Myndalegur hópur nemenda útskrifaðist úr Hraunvallaleikskóla föstudaginn 21. maí. Við athöfnina talaði Guðbjörg leikskólastjóri til barnanna, eftir falleg orð frá henni sungu börnin nokkur lög sem þau hafa verið að æfa í vetur. Eftir það tók við áhorf á myndband frá útskriftarferð barnanna. Við útskriftina fékk hvert barn afhenta útskriftarmöppu og rós. Að lokum var boðið upp á veitingar.

Við óskum börnunum til hamingju með áfangann og velfarnar í framtíðinni og um leið fjölskyldum þeirra gott samstarf og ánægjuleg kynni.